Fréttir
Látins félaga minnst og fjallað um íslenska knattspyrnu
Fjórtándi fundur starfsársins hófst á því að Davíð Sch. Thorsteinsson minntist félaga okkar, Þórs Vilhjálmssonar fv. dómara við Hæstarétt, Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn og prófessor við lagadeild HÍ, sem féll frá þann 20. október síðastliðinn. Fyrirlesari dagsins, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ flutti erindið: Hvað er KSÍ?
Í erindi sínu sagði hún frá helstu verkefnum knattspyrnusambandsins, þaðan sem bæði grasrótarstarf yngri flokka félagsliða er stutt með ýmsum hætti en þó sérstaklega hvernig sambandið rekur landslið Íslands í knattspyrnu kvenna og karla. Landsleikir eru stórir viðburðir og Klara fræddi okkur um þann viðbúnað og það starfslið sem stendur að einum leik hér á landi. Í samanburði við önnur lönd er íslenska knattspyrnusambandið lítið og afrek knattspyrnulandsliða okkar á síðustu misserum hafa vakið mikla athygli og undrun. KSÍ er að ganga inn í nýja tíma og næsta sumar skráum við íslenska knattspyrnuíþrótt á ný spjöld sögunnar, þegar karlalandslið okkar hefur keppni í Evrópumeistarakeppninni í Frakklandi.