Fréttir

25.9.2015

Japanski sendiherrann á Íslandi fjallaði um kynjamál í Japan

Sendiherra Japans á Íslandi, frú Mitsuko Shino var gestur Rótarýklúbbs Reykjavíkur á 9. fundi starfsársins, þann 23. september síðastliðinn. Sendiherrann flutti erindi um kynjamál í Japan, en forsætisráðherra Japans hefur nýverið hrundið af stað átaki til að rétta hlut kvenna í atvinnulífinu þar í landi.

Margt fróðlegt kom fram í máli frú Shino og bar hún saman ýmsar tölfræðilegar staðreyndir milli Íslands og Japans þar sem sjá mátti að Japanskar konur stefna af krafti til áhrifa í japönsku samfélagi. En betur má ef duga skal. Frú Shino er ein þeirra 6 japönsku kvenna sem gegna stöðu sendiherra í heiminum í dag og sú 20 í röðinni. Aðspurð sagði hún að eitt stærsta verkefnið væri launajafnrétti milli kynja og sagði að hún hefði sömu laun og japanskir sendiherrar af gagnstæðu kyni.