Fréttir

4.9.2015

Már seðlabankastjóri fjallaði um losun fjármagnshafta

Már Guðmundsson seðlabankastjóri og félagi okkar í RR flutti erindið ,,Hvernig breytir losun fjármagnshafta efnahagshorfum og fjármálakerfinu?" á 6. fundi starfsársins þann 2. sept. síðastliðinn. 

Már fór yfir vandann í íslensku hagkerfi sem var til í kjölfar þriðja stærsta gjaldþrots í sögu mannkyns, með gjaldþroti íslensku bankanna.


Seðlabankinn hefur sett fram markmið sem fela m.a. í sér að krónan endurspegli hagkerfið en ekki fortíðarvanda. Már fór yfir stefnu Seðlabankans og þau ,,tæki“ sem bankinn hefur til að framfylgja henni, og hvað tekur við eftir að höftin verða losuð. Settar hafa verið varúðarreglur og sumum hefur þegar verið framfylgt: Um laust fé og fjármögnun, um takmörkun á söfnun innlána erlendis, reglur um gjaldeyrisjöfnuð gjaldeyrislána óvarinna aðila og að lokum nefndi hann að verið væri að skoða stýritæki til að tempra fjármagnsinnstreymi. Peningastefna eftir höft myndi þá fela í sér verðbólgumarkmið, gjaldeyrisinngrip, stuðning frá varúðarstefnu, og (vonandi) betra samræmi peningastefnu og ríkisfjármálastefnu, ásamt ,,tæki“ sem dregur úr aukaverkunum á fjármagnsflæði.