Fréttir

28.8.2015

Fjarskiptamarkaður á Íslandi

Orri Hauksson félagi okkar hélt erindi á 5. fundi starfsársins þann 26. ágúst. Orri gaf fundargestum góða innsýn í þá öru þróun sem hefur orðið á síðustu árum í tengslum við fjarskiptatækni, þar sem afþreyingarefni og sjónvarpsrekstur eru orðinn stór hluti í rekstri fyrirtækja eins og Símans.

 Samkeppni er að harðna á þessum markaði og samkeppni kemur einnig að utan. Fleiri og fleiri tæki verða ,,snjöll" og sú staðreynd er handan við hornið að meirihluti heimilistækja verði tengd við net og nýjir möguleikar í notkun þeirra komi fram. Aðspurður um þá staðreynd að börn nota ensku í miklum mæli í samskiptum sínum á leikjasíðum sagði Orri að vissulega steðjaði þar ógn að, enn teldi hann þó vera glugga til að sporna við þessari þróun. Aðspurður um öryggi á varðveislu gagna, t.d. í skýjum benti Orri á að ávallt væri verið að vinna í því að bæta öryggisþáttinn, ýmsar stýringar eru nettengdar í dag sem veldur því að miklar öryggiskröfur koma á móti. Síminn er að fara í auknum mæli í gerð sjónvarpsefnis og Síminn hefur tryggt sér réttinn að Evrópumeistaramótinu á næsta ári. Menn gera sér grein fyrir því að línuleg sjónvarpsdagskrá er að hætta og nú er horft stíft fram á við og þarfir viðskiptavinarins eru metnar með það í huga hvað megi selja honum í framtíðinni.