Fréttir
Ferðaþjónusta og áhrif hennar á efnahag þjóðarinnar
Á þriðja fundi starfsársins þann 12. ágúst, hélt Böðvar Þórisson skrifstofustjóri fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands erindið ,,Ferðaþjónusta og áhrif hennar á efnahag þjóðarinnar". Í erindinu komu fram ýmsar áhugaverðar staðreyndir um þann uppgang sem ríkir í ferðaþjónustu á Íslandi.
Meðal annars að nýting gistirýma fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli, er sú hæsta sem mælist sé horft til höfuðborga annarra landa. Einnig kom fram að jafnmargir ferðamenn komu til Íslands í júlí á þessu ári og allt árið 2005. Fjöldi nýrra starfa í ferðaþjónustu er um 7500 í dag og vegur upp á móti þeim fækkunum starfa sem urðu í kjölfar efnahagshrunsins 2008.