Fréttir

5.7.2015

Starfsskilafundur og stjórnarskipti 1. júlí 2015

Ágústa Guðmundsdóttir tekur við embætti forseta Rótarýklúbbs Reykjavíkur

Á 47. fundi starfsársins áttu sér stað stjórnarskipti og starfsskil fráfarandi stjórnar. Í upphafi fundar tilkynnti forseti klúbbsins Jóhann Sigurjónsson útnefningu þriggja Paul Harris félaga, þeirra Kristjáns Ragnarssonar, Guðfinnu S. Bjarnadóttur og Benedikts Jóhannessonar. Þá tók Ágústa Guðmundsdóttir við forsetakeðjunni, en auk hennar eru í nýrri stjórn RR, Jón Karl Ólafsson viðtakandi forseti, Harpa Þórsdóttir ritari, Kjartan Óskarsson gjaldkeri og Ragnheiður Haraldsdóttir stallari.


Stjórn RR 2014-2015 rétt fyrir stjórnarskipti: Jóhann Sigurjónsson (forseti), Ágústa Guðmundsdóttir (viðtakandi forseti), Salvör Nordal (stallari) og Sveinbjörn Egilll Björnsson (gjaldkeri). Á myndina vantar Friðrik Má Baldursson (ritara).


Forseti  gaf fráfarandi forseta orðið og flutti hann skýrslu stjórnar nýliðins starfsárs og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir frábært samstarf og skemmtilegt. Skýrsluna verður að finna á heimasíðu RR. Þá las stallari Salvör Nordal upp stöðu eigna RR. Að þessu loknu árnaði Jóhann viðtakandi stjórn og forseta heilla og hét á þau að standa vörð um klúbbinn okkar.