Þrír nýir Paul Harris félagar útnefndir á síðasta fundi starfsársins
Á síðasta reglulega fundi starfsársins tilkynnti stjórn Rótarýklúbbs Reykjavíkur útnefningu þriggja nýrra Paul Harris félaga, en þeir eru nefndir í höfuð á stofnanda Rótarý Paul Harris, þau Kristján Ragnarsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir og Benedikt Jóhannesson.
Á síðasta reglulega fundi starfsársins tilkynnti stjórn Rótarýklúbbs Reykjavíkur útnefningu þriggja nýrra Paul Harris félaga, en þeir eru nefndir í höfuð á stofnanda Rótarý Paul Harris. Útnefningin er til komin vegna þess að með þessu vill stjórn klúbbsins heiðra viðkomandi fyrir mikil og góð störf í þágu félagsstarfsins. Útnefningin var tilkynnt til Rotary International, sem útbjó viðurkenningarskjal og sendi barmmerki þessu til staðfestingar. Klúbburinn lætur af þessu tilefni alls 3000 bandaríkjadali renna til Rótarýsjóðsins, sem varið er til námsstyrkja á vegum Rotary Interrnational, Pólíóplús verkefnisins og fleiri góðra mála, eins og tíðkast hefur allt frá árinu 1957.
Þeir sem heiðraðir voru:
Kristján Ragnarsson – sem hefur verið tryggur og virkur félagi í RR allt frá árinu 1972.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, félagi í RR frá árinu 1999 og forseti starfsárið 2012-2013.
Benedikt Jóhannesson, félagi í RR frá árinu 2001 og forseti starfsárið 2013-2014.
Jóhann Sigurjónsson, forseti RR færði nýjum Paul Harris félögum þakkir fyrir framlag til klúbbstarfsins á undangengnum árum og félagar fögnuðu með lófataki. Kristján Ragnarsson, steig í ræðustól og þakkaði heiðurinn fyrir hönd þeirra sem útnefndir voru.