Fréttir

24.6.2015

Dr. Inga Þórsdóttir, nýr félagi í RR boðin velkomin


Á 46. fundi starfsársins var Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði og deildarforseti Matvæla-  og næringarfræðideildar Háskóla Íslands, formlega tekin inn sem nýr félagi Rótarýklúbbs Reykjavíkur af forseta klúbbsins Jóhanni Sigurjónssyni.


Inga er afkastamikill vísindamaður á sviði næringarfræði, varð prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðiskor Raunvísindadeildar Háskóla Íslands frá 1997 til 2008, eða þar til Matvæla- og næringarfræðideild varð sjálfstæð deild innan Heilbrigðisvísindasviðs. Frá þeim tíma hefur hún gegnt embætti forseta deildarinnar.

Inga sagðist í ávarpi til félaga hlakka til að kynnast klúbbstarfi og félögum og taka þátt í starfinu, sem hún væri reyndar ekki ókunn þar sem faðir hennar og afar voru virkir Rótarýfélagar.