Fréttir

3.6.2015

Niðjafundur RR: Rótarýstarfið hefur nána tengingu við nútímann

Á 43. fundi starfsársins var fundurinn tileinkaður niðjum Rótarýfélaga 15 ára og eldri. Dr Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og stallari RR fór afar skemmtilega yfir markmið og starf Rótarýhreyfingarinnar með sérstakri skírskotun til samfélagsins í dag og viðfangsefna samtímans.

Salvör ræddi m.a. siðfræðilegar hliðar og endurbótastarfið í kjölfar efnahagshrunsins og þátt lýðræðisins í þeirri uppbyggingu, sem henni og fleirum væri sérstakt rannsóknarefni. Þar skipaði sess ríkið, stjórnmálin og félagasamtök ýmiss konar.  Rótarýstarfið væri samfélagslegt verkefni, þjónusta við samfélagið væri leiðarljósið, góð gildi og trúmennska væru í heiðri höfð. Hún nefndi í lokin fjórpróf Rótarý í þessu sambandi, sem endurspeglar afar sterk lífsgildi og e.v.t. ákveðið lausnarorð í siðvæðingunni, en svo hlóðar fjórprófið:

                                           Er það satt og rétt?
                                           Er það drengilegt?
                                           Eykur það velvild og vinarhug?
                                           Er það öllum til góðs?

Það var ánægjulegt að fá nálægt 20 niðja Rótarýfélaga á þennan fund og afar góður rómur gerður að máli Salvarar Nordal.