Fréttir

19.5.2015

Indriði Pálsson, félagi í RR fellur frá

Indriði Páls­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs og héraðsdóms­lögmaður, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 13. maí sl. á 88. ald­ursári. Indriði varð félagi í RR 13. mars 1974 og gengdi trúnaðastörfum, m.a. störfum forseta árin 1986-1986.

Indriði fædd­ist 15. des­em­ber 1927 á Sigluf­irði þar sem hann ólst upp. For­eldr­ar hans voru Páll Ásgríms­son, verkamaður og síðar versl­un­ar­maður á Sigluf­irði, og María Sig­ríður Indriðadótt­ir, hús­freyja á Sigluf­irði.

Indriði lauk stúd­ents­prófi frá MA 1948, embætt­is­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands 1954 og öðlaðist rétt­indi sem héraðsdóms­lögmaður árið 1958.

Á ár­un­um 1959-71 var Indriði full­trúi for­stjóra hjá Olíu­fé­lag­inu Skelj­ungi hf., en var síðan ráðinn for­stjóri Skelj­ungs árið 1971. Því starfi gegndi hann til árs­ins 1990. Hann var stjórn­ar­formaður Skelj­ungs árin 1990-1999. Indriði gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í atvinnulífinu og sat stjórnir fyrirtækja, m.a. um langt árabil í stjórnum Flugleiða hf og Eimskipafélags Íslands.

Indriði var fé­lagi í Rótarý­klúbbi Reykja­vík­ur frá 13. mars 1974 eða i meira en 41 ár. Hann sinnti þar stjórn­ar­störf­um á ár­un­um 1984-87, þar af sem for­seti 1985-86 og var einn af Paul-Harrisfélögum klúbbsins.  Hann var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1988 og stór­ridd­ara­krossi 1993.

Börn Indriða og Elísa­bet­ar eru Sig­ríður, gift Mar­geiri Pét­urs­syni, og Ein­ar Páll, kvænt­ur Höllu Hall­dórs­dótt­ur. Barna­börn­in eru fjögur.

Rótarýfélagar votta félaga til áratuga virðingu sína og senda aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur.