Indriði Pálsson, félagi í RR fellur frá
Indriði Pálsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og héraðsdómslögmaður, lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. maí sl. á 88. aldursári. Indriði varð félagi í RR 13. mars 1974 og gengdi trúnaðastörfum, m.a. störfum forseta árin 1986-1986.
Indriði fæddist 15. desember 1927 á Siglufirði þar sem hann ólst upp. Foreldrar hans voru Páll Ásgrímsson, verkamaður og síðar verslunarmaður á Siglufirði, og María Sigríður Indriðadóttir, húsfreyja á Siglufirði.
Indriði lauk stúdentsprófi frá MA 1948, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1954 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1958.
Á árunum 1959-71 var Indriði fulltrúi forstjóra hjá Olíufélaginu Skeljungi hf., en var síðan ráðinn forstjóri Skeljungs árið 1971. Því starfi gegndi hann til ársins 1990. Hann var stjórnarformaður Skeljungs árin 1990-1999. Indriði gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í atvinnulífinu og sat stjórnir fyrirtækja, m.a. um langt árabil í stjórnum Flugleiða hf og Eimskipafélags Íslands.
Indriði var félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 13. mars 1974 eða i meira en 41 ár. Hann sinnti þar stjórnarstörfum á árunum 1984-87, þar af sem forseti 1985-86 og var einn af Paul-Harrisfélögum klúbbsins. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1988 og stórriddarakrossi 1993.
Börn Indriða og Elísabetar eru Sigríður, gift Margeiri Péturssyni, og Einar Páll, kvæntur Höllu Halldórsdóttur. Barnabörnin eru fjögur.
Rótarýfélagar votta félaga til áratuga virðingu sína og senda aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur.