Dagskrá Berlínarferðar RR dagana 7.-10. maí 2015
Dagskrá ferðar til Berlínar liggur nú fyrir í stórum dráttum og lofar sannarlega góðu. Þátttakendur kynni sér eftir föngum og njóti ferðar og samvistar við frábæra ferðafélaga !! Sjá nánar.
7. maí
Brottför Keflavík 06:10 !!
Koma Berlin Schöne: 11:40.
Koma á Hotel Park Inn - Alexander Platz kl 13:00
Brottför Hotel Park Inn til sendiráðs kl 16:30. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/566366/
Heimsókn í sendiráð og móttaka í bústað sendiherra þann 7. maí: "Það nægir að leggja af stað frá hóteli kl. 16.30, við náum því bæði að líta við á sendiráði og mæta í grill og jarðarber með panna cotta hjá mér. Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari mun spila fyrir okkur", segir Gunnar Snorri. Sjá glæsilega byggingarlist: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/566366/
Heimferð til hótels að móttöku lokinni á hendi hvers og eins.
8.maí
Kynnisferð um Berlín kl 10:00 með Júlíu Björnsdóttur, lýkur um kl 14:30. Hér fáum við yfirlitið, söguna, landið og borgina. Muna líka innlegg Ólafs Davíðssonar !
Seinni partur og kvöld er laust.
9. maí
Heimsókn í þinghúsið í Berlín hefst kl 09:00. Mæta þarf í þinghúsið kl 08:30, en reikna má með hálftíma gangi frá hóteli til þinghúss. Allir, sem þátt taka eru búnir að senda in upplýsingar um sig og hafi meðferðis vegabréf. Kynnisferð tekur um 90 mínútur.
11:30-13:00 Bátsferð, sem er valkvæð.
13:00 Bjórgarður við "Haus der Kulturen der Welt" - sjálfsafgreiðsla. Ef rignir er hægt að setjast undir þak. Utan "pakka".
14:45 Heimsókn í "Sammlung Boros Bunker" . Hafa verið gerðar ráðstafanir til að við fáum aðgang að þessu merka safni.
Vinsamlegast gefa til kynna til Jóhanns hverjir hafi hug á að heimsækja safnið því að upplýsingar þurfa helst að liggja fyrir áður en við hefjum ferð. Aðgangseyrir Evrur 25 / mann.
19:00 Kvöldverður á Lutter und Wegener (50-60 Euro / mann) "við fallegasta torg Berlínarborgar" að sögn. Á boðstólnum verður salat með geitaosti, vínarsnitsel og aspas, og Apfelstrudel. Gott að fá fyrirfram upplýsingar um hvort einhver vilji frekar grænmetisrétt eða aðrar kröfur - koma slíkum óskum á framfæri við fararstjórn/forseta.
10. maí
Brottför frá Hotel Park Inn ca 09:00
Brottför frá Berlin Schöne 12:40
Koma til Keflavíkur 14:25.