Fréttir

Afmælistónleikar Diddúar 13. september 2015 í Hörpu – Takmarkaður fjöldi miða nú til ráðstöfunar

Eins og fyrr hefur komið fram, hafa verið fráteknir 90 miðar fyrir RR félaga á afmælistónleika Diddúar 13. september n.k., en uppselt er á tónleikana.

Teknir hafa verið frá 90 miðar á 21-23 bekk og kosta þeir 9.990 krónur. Allir miðar á tónleikana eru annars uppseldir þannig að þeir sem hafa áhuga á að fara þurfa að ganga frá greiðslu geri það sem fyrst og ekki seinna en 30. apríl.

Diddú 60 ára!

Sunnudaginn 13. september kl. 20 mun Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, halda afmælistónleika þar sem farið verður yfir farsælan feril söngkonunnar undanfarin 40 ár. Tónleikarnir verða tvískiptir, þar sem Diddú mun leggja í ævintýralega söngferð með áheyrendum og koma víða við. Í fyrri hluta tónleikanna mun hún syngja sígild lög og aríur sem eru henni hjartfólgnar ásamt sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Í síðari hluta tónleikanna vendir hún kvæði sínu í kross ásamt einvalaliði söngfélaga og hljóðfæraleikara og mun Eyþór Gunnarsson annast tónlistarstjórn. Þar munu þeir Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla Garðarsson stíga á stokk með henni sem hið goðsögulega Spilverk Þjóðanna. Einnig koma fram þau Ragnhildur Gísladóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Björgvin Halldórsson.