Fréttir

7.4.2015

Jón Kristjánsson nýr félagi í RR

Á 35. fundi RR þann 1. apríl 2015 gekk Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra formlega í raðir Rótarýklúbbs Reykjavíkur.

Á 35. fundi RR þann 1. apríl tilkynnti forseti að stjórn klúbbsins hefði fallist á beiðni Jóns Kristjánssonar, fyrrverandi ráðherra að taka þátt í störfum klúbbsins, en um þetta efni höfðu einnig legið fyrir tillögur félaga klúbbsins. Þar sem Jón var á árum áður félagi í Rótarýklúbbi Héraðsbúa var hann boðinn velkominn í Rótarýklúbb Reykjavíkur með öllum réttindum og skyldum og var fagnað með lófataki fundarmanna.