Fréttir

12.3.2015

Spilakvöld RR miðvikudaginn 18. mars 2015 kl 19:00

Næsti fundur verður 18. mars og það er kvöldfundur þar sem félagar borða saman ásamt mökum og spila félagsvist í Kötlusal. Benedikt Jóhannesson, fyrrum forseti mun sem oft áður stýra spilakvöldinu af alkunnri snilld með Salvöru stallara að bakhjarli. Þetta er frábært tækifæri til að hitta félaga og maka í afslöppuðum aðstæðum þar sem vinningurinn er samvera og skemmtilegheit, að ekki sé talað um frábær verðlaun fyrir þátttöku og frammistöðu.