Fréttir

11.2.2015

Nýskipaður landlæknir leggur áherslu á að stuðla að auknum gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu landsmanna


Á 28. fundi starfsársins, sem haldinn var þann 11. febrúar hélt Birgir Jakobsson, nýskipaður landlæknir og gestur klúbbsins, erindi dagsins, sem hann nefndi “Hvernig getur embætti Landlæknis stuðlað að bættri þjónustu og öryggi fyrir sjúklinga ?”.



Birgir Jakobsson, ásamt RR félögum, Jóhanni Sigurjónssyni, forseta RR, Sigurði Guðmundssyni, fyrrv. landlækni og Haraldi Briem, sóttvarnalækni Íslands.






Birgir hefur um langt skeið sinnt stjórnunarstörfum við ýmis sjúkrahús í Svíþjóð, síðast sem forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Sérgrein hans er barnalækningar og árið 1988 lauk hann doktorsprófi í sérgrein sinni við Karolinska Institutet.

Fundarmenn voru afar áhugasamir um verklag og markmið landlæknis varðandi styrkingu heilbrigðisþjónustu í landinu, en í erindinu útskýrði Birgir hvernig hann vann að úrbótum í sínum störfum í Svíþjóð.

Á fundinum voru 5 aðrir gestir, þau Vilhjálmur Bjarnason úr Rótarýklúbburinn Görðum, Eiríkur Briem gestur Magnúsar Jóhannessonar, Knútur Oddsson gestur Ragnheiðar Haraldsdóttur, Margrét Þorvaldsdóttir gestur Sigmundar Guðbjarnasonar og Þorvarður Jón Löve gestur Magnúsar Gottfreðssonar.

Forseti færði Friðriki Ólafssyni kveðju klúbbfélaga á 80 ára afmæli hans og hylltu félagar hann í tilefni stórafmælisins og viðurkenninga sem hann hlaut í tilefni dagsins.