Fréttir

11.2.2015

Friðrik Ólafsson, stórmeistari hlaut viðurkenningar og var hylltur á 80 ára afmæli


Þann 26. janúar s.l. varð Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, sæmdur heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir árangur hans og afrek á sviði skáklistarinnar og framlags til íslenskrar menningar.

Friðrik lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands, en hann varð atvinnumaður í skákíþróttinni árið 1974. Hann var forseti alþjóðaskáksambandsins FIDE á árunum 1978-1982 og að því loknu starfaði hann sem skrifstofustjóri Alþingis. Á sínum skákferli vann Friðrik allmörg alþjóðleg skákmót, varð skákmeistari Norðurlanda og sex sinnum varð hann Íslandsmeistari. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, tilkynnti jafnframt við sama tækifæri að Skáksambandið hefði stofnað sjóð, Friðrikssjóð, sem yrði varið til að styrkja unga skákmenn. Þá færði hann Friðriki einnig heiðursskjal frá  alþjóðaskáksambandinu FIDE þar sem hann er gerður að heiðursfélaga sambandsins.

Í dag var Friðriki fagnað á fundi RR og hann hylltur í tilefni tímamótanna, en Friðrik hefur verið virkur félagi í klúbbnum í nærfellt 30 ár.