Fréttir

14.1.2015

Frábær árangur í fræðslustarfi í Reykjanesbæ


Á 24. fundi RR var gestur fundarins Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri í Reykjanesbæ. Gylfi Jón sagði frá merkilegri þróun í Reykjanesbæ, sem snertir stóraukinn árangur í skólastarfi á grunn- og framhaldsskólastigi á síðustu 5 árum.

Í Reykjanesbæ voru einkunnir á grunnskólaprófum lágar og brottfall nema var mikið á framhaldsskólastigi. Árið 2011 settu yfirvöld í Reykjanesbæ sér metnaðarfull markmið og aðgerðaáætlun. Ákveðið var að bæta námsárangur og að móta viðmið og fylgja eftir mælanlegum kvörðum í því tilliti. Skimunarpróf á grunnfærni nema í stærðfræði, íslensku og nokkrum grunngreinum færðu nema í Reykjanesbæ úr 80.-90. sæti í 20. sæti. Þessi þróun hefur haldið áfram, þannig að Reykjanesbær hefur náð 1.-5. sæti í nokkrum fögum og er ofan við meðaltal Reykjavíkur.

Að sögn Gylfa Jóns eru margir samverkandi þættir, sem útskýra góðan árangur nemenda Reykjanesbæ. Greinilegt er að kennarar eru að skila afbragðs vinnu. Þeir stýra samstarfinu við foreldra og hvetja nemendur til dáða þannig að þeir eru áhugasamir og hafa metnað til náms. Gott samstarf er milli skólanna og samræmd aðferðafræði og góður stuðningur frá sérfræðiþjónustu skóla. „Skólasamfélagið hefur sett sér það markmið að nemendur okkar útskrifist úr grunnskóla með góða grunnfærni sem gefi þeim tækifæri til afla sér góðrar framhaldsmenntunar. Það markmið er nú að nást,“ sagði Gylfi Jón.

Það var Margrét Sanders sem kynnti fyrirlesara, en aðrir gestir voru Vihjálmur Bjarnason úr Rótarýklúbbi Görðum og Una Steinsdóttir, gestur Birnu Einarsdóttur.