Fréttir

10.12.2014

Hindra að vandamál foreldra hafi alvarleg áhrif á líðan barna


Á 20. fundi starfsársins fjallaði Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúsi og formaður Geðverndarfélags Íslands, um vinnu, sem miðar að því að hindra að vandamál foreldra hafi áhrif á heilsu og líðan barna síðar á lífsleiðinni.

Hér er um að ræða þjónustu spítalans, sem starfrækt hefur verið frá árinu 2011. Þjónustan beinist að foreldum sem eiga von á barni eða eiga barn á fyrsta ári og hafa langvinna eða margþættan geðrænan vanda og/eða hafa áhyggjur af tengslamyndun við barnið. Þeir einstaklingar sem segja má að séu í áhættuhópi hvað þetta varðar eru einstaklingar með geðræn vandamál, þeir sem eiga við fíknivanda að etja eða þeir sem glíma við sambland af geðrænum og félagslegum vanda. Það var Ragnheiður Torfadóttir sem kynnti fyrirlesara dagsins.

Aðrir gestir fundarins voru voru boðnir velkomnir, en þeir voru Kristín Bjarnadóttir (gestur Ragnheiðar Torfadóttur) og Þóra Gunnarsdóttir (gestur Birnu Einarsdóttur).