Fréttir

10.12.2014

Aðventukvöld RR 17. desember

Það er orðin hefð í starfi Rótarýklúbbs Reykjavíkur að efna til aðventukvölds í Dómkirkjunni. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur mun enn á ný taka á móti okkur á aðventustund í ár þann 17. desember og hefst hún kl 18:00. Að hugvekju lokinni munu gamlir félagar úr Fóstbræðrum undir forystu heiðursfélaga okkar Jónasar Ingimundarsonar færa okkur tónlist við hæfi.


Þá verður gengið til samverustundar og aðventumáltíðar í Iðnó, en þar mun Sigurður Pálsson lesa úr nýútkominni Táningabók sinni.

 

Verð á mann í jólakvöldverð Iðnó er kr. 7500. Vinsamlega skráið þátttöku sem fyrst hjá Elísabetu og greiðið inná reikning klúbbsins  nr. 0101-05-269954 – kennitala er 550888-1499, v. aðventukvölds.

Jólakvöldverður í Iðnó 17. desember 2014, að lokinni aðventuathöfn í Dómkirkjunni

Forréttur

Laufabrauð ,rúgbrauð , heimabakað kryddbrauð.

HangikjötsTartar

Síld, fennel,appelsína

Heimalagaður grafin lax í rauðbeðum

Kjúklingarlifarmús ,kryddjurtakrem

 Aðalréttur

Andabringa , hindiberja sinnepssósa

Gljáður hamborgarhryggur ,rauðvínssósa

Sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál , eplasalat

 Eftirréttur

Ris al a Mand

Piparkökuís