Fréttir
Söfnun RR fyrir Mæðrastyrksnefnd lýkur 15. desember
Söfnun Rótarýfélaga fyrir Mæðrastyrksnefnd fer fram á fundum RR 3. og 10. desember – byttan gengur og eru félagar minntir á að taka með handbært lausafé. Einnig verður hægt að greiða með snjallsímum á fundinum 10. desember með því að nota “Pyngjuna”.
Þá geta er einnig hægt að millifæra inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum. Númer reikningsins er:
0101-05-269954 og taka fram Mæðrastyrksnefnd. Miðað er við að styrkur til Mæðrastyrksnefndar verði afhentur 15. desember.