Vesturbærinn og veröldin. Lesið í nýlegum bókum Matthíasar Johannessen
Miðvikudaginn 3. desember var haldinn 19. fundur starfsársins. Þá flutti Ástráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands erindið "Vesturbærinn og veröldin. Lesið í nýlegum bókum Matthíasar Johannessen” við mikinn fögnuð Rótarýfélaga og gesta.
Það var afar skemmtilegt fyrir Rótarýfélaga að hlýða á fræðilega úttekt á verkum Rótarýfélaga Matthíasar, sem er fyrir löngu orðinn eitt af helstu skáldum Íslendinga á liðnum áratugum, hefur látið frá sér fara á þriðja tug útgefinna ljóðabóka, auk fræðibóka, skáldsagna, smásagnasafna, leikrita og viðtalsbóka, sem skapað hefur honum virðingarsess. Sem ritstjóri og blaðamaður um langt skeið hefur Matthías haft mikil áhrif á samfélagsumræðu og stjórnmál. Í lok erindisins tók Matthías Johannessen til máls og þakkaði Ástráði fyrir góða og glögga greiningu á verkum sínum – allur hans skilningur hitti í mark. Jafnframt lýsti hann yfir ánægju og þakklæti með að félagar sýndu sér og verkum sínum sóma.
Á fundinum gekk Byttan, söfnunarbaukur fyrir Mæðrastyrksnefnd, en hún mun einnig vera til staða á næsta fundi 10. desember. Einnig er hægt að millifæra inn á reikning klúbbsins í Landsbankanum. Númer reikningsins er: 0101-05-269954 og taka fram Mæðrastyrksnefnd.
Átak gegn einelti: Már Guðmundsson seðlabankastjóri, félagi í RR, ætlar klæðast jólapeysu þegar hann tilkynnir vaxtaákvörðun Seðlabankans í desember ef hann nær að safna dágóðri upphæð til styrktar forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti, Jólapeysunni 2014. Átakið kynnti hann á fundi klúbbsins 3. desember, en tók fram að hann gæti hvorki skuldbundið sig að tilkynna hækkun eða lækkun vaxta.