Fréttir

2.11.2014

Skoðunarkönnun um utanlandsferð RR stendur yfir

Á síðasta fundi RR kynnti Jón Karl Ólafsson þrjár hugmyndir að utanferðum félaga RR á vormánuðum 2015, þ.e. til Washington DC 22.-26. apríl (kostn. á mann 170-180þús.kr), Berlínar 10.-14. maí (kr 99 þús.) og Prag 28. apríl eða 1. maí (kr 110 þús.). Félagar eru beðnir að velja einn af 3 kostum og tilkynna til Elísabetar eða stjórnar. Athugið að alls ekki er um skuldbindandi tilkynningu félaga að ræða heldur aðeins leiðbeiningu fyrir stjórn hvern kostinn skal taka og vinna að. Eins eru verð ekki endanleg, en þó af réttri stærðargráðu.