Fréttir

10.11.2014

Félagar í RR fóru á Don Carlo 8. nóvember

Laugardaginn 8. nóvember fjölmenntu RR félagar á sýningu íslensku óperunnar á Don Carlo. Fyrir sýningu kynnti Sveinn Einarsson, félagi og fv leikhússtjóri bakgrunn verksins í fyrirlestrasal á 1. hæð í húsi Sjávarútvegsins að Skúlagötu 4, þar sem forseti tók á móti félögum og gestum kl 19:00. Afar góður rómur var gerður að kynningu Sveins, sem m.a.vísaði í blaðaumfjöllun þar sem gagnrýnt hafði verið hve mikið væri brugðið út af raunveruleikanum í leikgerð óperunnar. Sveinn bjó félaga undir að njóta þess besta sem býðst í söng á óperusviðinu og vísaði þar sérstaklega til frammistöðu Kristins Sigmundssonar, sem einu orði sagt var frábær.