Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis landspítala
Á 14. fundi starfsársins voru gestir klúbbsins þau lAnna Stefánsdóttir, formaður "Spítalans okkar" og Jóhannes M. Gunnarsson, læknir, en þau fluttu erindi sem þau nefndu “Spítalinn okkar - landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala”. Röktu þau í afar skýru máli knýjandi þörf fyrir nýtt höfuðsjúkrahús í landinu, sem veitti landsmönnum betri þjónustu en nú er unnt og gæfi betri aðstöðu fyrir lækna og annað starfsfólk til lækninga og rannsókna. Hóflega áætlað er fjárhagsleg hagræðing með byggingu ný sjúkrahúss talin nem um 2,6 milljörðum króna á ári. Um þessar mundir er almenningi gefinn kostur á að skrá sig sem stofnfélaga í hinum nýju landssamtökum um þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar. Það var Davíð Á Gunnarsson sem kynnti þessa gesti fundarins, sem báðir eru félagar í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi.
Á fundinn mætti einnig Pétur Ágústsson, gestur Páls Kr Pálssonar.