Fréttir

24.9.2014

Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar – Niðurstaða á næsta leiti

Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar – Niðurstaða á næsta leiti

Á 9. fundi starfsárins var aðalefni fundarins erindi Tryggva Þórs Herbertssonar, hagfræðings, sem fjallaði um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Tryggvi Þór hefur stýrt umfangsmiklum undirbúningi, þar með talið lagasetningu og framkvæmd þessa verkefnis, sem ákveðið var að efna til í aðdraganda síðustu kosninga til Alþingis. Nú munu um miðjan næsta mánuð niðurstöður verða kynntar almenningi, sem sótt hefur um leiðréttingu höfuðstóls lána og fyrstu greiðslur geta átt sér stað þann 1. desember n.k. ef áætlanir ganga eftir. Gert er ráð fyrir að leiðrétting geti numið allt að 4 millj. kr, en verði að meðaltali á aðra milj. kr. Að loknu áhugaverðu yfirliti spunnust fjörugar umræður, sem leiddu í ljós ýmsar hliðar máls. Geir H. Haarde kynnti fyrirlesara.

 

Á fundinn kom Sigrún Gísladóttir, fyrrverandi forseti Rótarýklúbbsins Görðum, og kynnti fyrir hönd Guðbjargar Alfreðsdóttur umdæmisstjóra, væntanlegt umdæmisþing Rótarý, sem haldið verður í Garðabæ 10.-11. okt. n.k. Þá var gestur fundarins Donald E. Dooley frá Rótary Newfoundland, en hann hefur verið reglulegur gestur hér á landi um áratuga skeið.

 

Einar Stefánsson, félagi í RR, pró­fess­or í augn­lækn­ing­um við Lækna­deild Há­skóla Íslands og yf­ir­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, hlaut heiður­sverðlaun Danska augn­lækna­fé­lags­ins árið 2014 fyr­ir afar mik­il­vægt fram­lag til rann­sókna í augn­lækn­is­fræði á alþjóðavett­vangi. Ein­ar tók við verðlaun­um á ráðstefnu Danska augn­lækna­fé­lags­ins á Fjóni fyr­ir helgi, en þar flutti hann jafn­framt heiðurs­fyr­ir­lest­ur. Á fundinum fögnuðu félagar þessum árangri Einars og klöppuðu honum lof í lófa.