Fréttir

17.9.2014

Víðir Reynisson sagði frá viðbúnaði við náttúruvá vegna yfirstandandi eldgoss

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra var gestur RR í dag, 17. september, og hélt erindi þar sem hann fór yfir þróun eldsumbrotanna í Holuhrauni. Hann lýsti þeirri hugmyndafræði sem almannavarnir vinna eftir og þeim sviðsmyndum sem vísindamenn telja líklegar í og við Bárðarbungu. Í máli hans kom fram að mikil óvissa ríkir um þróun mála enda séu vísindamenn á þeirri skoðun að hér sé um atburðarrás að ræða sem ekki líkist nýlegum gosum. Nú þegar er gosið í Holuhrauni orðið með stærri gosum hér á landi og því full ástæða fyrir almannavarnir að huga að afleiðingum verstu sviðsmynda fyrir innviði samfélagsins.  Á fundinum voru auk Víðis, tveir erlendir gestir þau Bjarne Stålne og Ingrid Stjålne, frá sitthvorum Rótarýklúbbunum i Växjö í Svíþjóð.