Fréttir

10.9.2014

Fjölbreytt starfsemi Hagstofu Íslands - Erindi Ólafs Hjálmarssonar

Haldinn var 7. fundur starfsársins þann 10. september og var fundarefni dagsins erindi Ólafs Hjálmarssonar, hagstofustjóra, sem fjallaði um hin fjölbreytilegu verkefni Hagstofu Íslands. Hagstofan er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni. Í skemmtilegu erindi Ólafs kom fram að Hagstofan, sem nú fagnar aldarafmæli sínu, vinnur eftir alþjóðlegum stöðlum um skil og meðferð upplýsinga, enda það afar mikilvægt til að upplýsingar séu samanburðarhæfar landa á milli. Einnig skiptir miklu sjálfstæði stofnunarinnar og fagleg vinnubrögð, m.a. þegar um er að ræða meðferð persónulegra upplýsinga. Það var Geir H. Haarde sem kynnti ræðumann dagsins. Á fundinum voru tveir góðir Rótarýgestir frá Alaska, þau Janie Ingram frá Anchorage International og Rick Goodfellow frá Anchorage East. Einnig Markús Örn Antonsson frá Rótarýklúbbnum Reykjavík-Breiðholt, en hann kom í heimsókn sem tíðindamaður Rótarý Norden af tilefni 80 ára afmælis klúbbsins.