Fréttir

3.9.2014

Ebóla veiran - varnir og viðbrögð

Á þessum 6. fundi starfsársins var fundarefnið Ebólu veiran og flutti Haraldur Briem félagi í klúbbnum og sóttvarnarlæknir Íslands afar áhugavert erindi um útbreiðslu og eðli þessa mikla vágests, sem uppá síðkastið hefur einkum orðið vart í Afríku. Ekki hafa verið þróuð lyf gegn ebóluveirunni þó tilraunir standi yfir með nokkrum árangri og lyf hafa því ekki verið fjöldaframleidd til að bregðast við komi upp faraldur. Veiran breiðist út við snertingu, lifir mest 2-3 vikur, en deyr fyrr við slæm skilyrði. Unnt er að beita einagrun til að koma í veg fyrir að sjúkir smiti. Það er Þjóðmálanefnd, sem sér um erindi mánaðarins, en í nefndinni sitja Salvör Nordal, Geir Haarde og Margrét Sanders.  Síðar í mánuðinum mun Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri segja frá manntali á Íslandi og fjölbreyttum verkefnum Hagstofunnar og Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra segja frá viðbúnaði vegna náttúruhamfara.