Fréttir

22.8.2014

Berjaferð 2014 - Reykjanesskaginn fagri, orka, eldi og fiskur undir steini

Farið var í frábæra ferð á Reykjanesskagann,  fyrst Vatnsleysustrandarveg og Í Kálfastrandarkirkju og síðan um Sandgerði  og í Hvalsneskirkju. Þar bjó Hallgrímur okkar Pétursson ásamt Guðríði sinni og syrgði  dótturina Steinunni, sem lést afar ung.  Þá lá leiðin að Reykjanesvirkjun og Reykjanesvita í fögru veðri og síðan var ferðinni heitið að Stað í Grindavík, þar sem Jóhann forstjóri ásamt Agnari Steinarssyni og Matthíasi Oddgeirssyni stöðvarstjóra tóku á móti gestum og útskýrðu kynbætur í þorski og framleiðslu á hrognkelsaseiðum til að aflúsa lax ! Eftir stutt stopp í Kviku,  sem m.a. hýsir Guðbergsstofu, var snæddur kvöldverður í Salthúsinu, Grindavík áður en heim var haldið.