Fréttir

27.8.2014

Omega 3 fitursýrur eru málið - fyrirlestur Guðmundar G. Haraldssonar um merkar uppfinningar og framleiðslu úr íslensku hráefni

Þetta var 5. fundur starfsársins. Guðmundur G. Haraldsson, prófessor við Háskóla Íslands og félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur flutti erindi dagsins þar sem hann fjallaði um Omega 3 fitusýrur, en hann hefur unnið við smíðar á afleiðum slíkra efna um langt árabil. Omega 3 fitusýrur er m.a. hægt að vinna úr lýsi og fiskúrgangi, og eru þær taldar afar holl næringarviðbót fyrir dýr og menn. Mikið frumkvöðlastaf á þessu sviði hefur verið unnið hérlendis á þessu sviði, m.a. í tengslum við rannsóknir Guðmundar og hafa Omega 3 fitusýrur í dag öðlast sess sem afar mikilvægt bætiefni í matvæla- og lyfjaiðnaði.