Fréttir

20.8.2014

Ari Trausti Guðmundsson útskýrði jarðfræði Reykjanesskagans og jarðhræringar í Bárðarbungu - Birna Einarsdóttir nýr félagi í RR

Þetta var 4. fundur starfsársins og enn var aðalfundarefnið umfjöllun um Reykjanesskagann. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og rithöfundur flutti afar áhugavert erindi um jarðfræði Reykjanesskagans og gat þess m.a. að búið væri að skilgreina "geopark" á Reykjanesi, sem talið væri að draga mun að feðamenn (einkum erllenda) sem kæmu m.a. hingað til lands að kynna sér áhugaverða jarðfræðileg fyrirbrigði, en á Reykjanesskaga væri hafsjór tækifæra á þessu sviði. Í viðbót færði Ari Trausti fundarmönnum nýjustu fréttir af jarðhræringum á Bárðarbungusvæði, þar sem von væri á eldvirkni og jökulhlaupum á hverri stundu.

Á þessum fundi var Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka tekin formlega inn sem nýr félagi í Rótarýklúbb Reykjavíkur, en hún er fulltrúi fyrir starfgreinina bankastarfsemi. Á fundinum heiðraði forseti með bókargjöf Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, sem hafði orðið 60 ára þann 13. júlí 2014 og Gunnar Snorra Gunnarsson, sendiherra, sem varð 60 ára á síðasta starfsári klúbbsins, en ekki hafði verið til staðar fyrr vegna starfa erlendis. Forseti kynnti Jeppaferð í umsjón Davíðs Á Gunnarssonar, Gunnars Scheving og Halldórs Jónssonar, annað hvort 7. eða 14. september - háð veðri.