Fréttir

13.8.2014

Jón Kalmann Stefánsson kynnti bók sína "Fiskarnir hafa enga fætur"

Þetta var 3. fundur starfsársins. Aðalfundarefnið var áframhaldandi umfjöllun um Reykjanesskagann. Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, kynnti bók sína sem ber heitið "Fiskarnir hafa enga fætur" og fjallar að því er hann telur með raunsæjum hætti um Suðurnes kalda stríðsins þar sem höfundur metur áhrif nærveru herliðs á Miðnesheiði á samfélagið í bráð og lengd. Um þetta spunnust fjörugar umræður meðal félaga, enda málflutningurinn fjörlegur og stundum ögrandi, og Suðurrnesin ekki alls kostar sanngjarnt metin að mati sumra heimamanna. Forseti tilkynnti að fyrirhugað væri að fara í Berjaferð 22. ágúst, og halda 80 ára afmælið laugardaginn 13. september 2014, á hinum eiginlega afmælisdegi klúbbsins.