Fréttir

6.8.2014

Einar Falur Ingólfsson: "Leiðin frá bernskunni - Reykjanesbrautin"

Þetta er fyrsti fundur eftir sumarhlé og 2. fundur starfsársins. Það var Starfsþjónustunefnd sem valdi fyrirlesara þennan mánuðinn, en auk formanns Ágústu Guðmundsdóttur skipa nefndina þau Ragnheiður Torfadóttir og Sigurður Pálsson. Nefndin ákvað að helga mánuðinn Reykjanesskaganum eða Suðurnesjum, þar sem fyrirhugað var að efna til Berjaferðar um þetta svæði þann 22. ágúst. Í dag hélt erindi Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og rithöfundur, sem hann kallaði "Leiðin frá bernskunni - Reykjanesbrautin". Þar sagði hann frá og sýndi myndir úr Keflavík og af Suðurnesjum, sem endurspegluðu minningarbrot hans frá barnæsku. Einar Falur hefur bæði listrænt auga og tilfinningar tengdar svæðinu, sem hann deildi með Rótarífélögum, sem nutu vel.