Fréttir

2.7.2014

Stjórnarskipti


     

 

       
       
       

Þann 2. júlí 2014 fóru fram formleg stjórnarskipti í Rótarýklúbbi Reykjavíkur þegar Benedikt Jóhannesson lét af störfum forseta klúbbsins, en með honum voru í stjórn síðasta starfsár voru Jóhann Sigurjónsson viðtakandi forseti, Kristjana M. Kristjánsdóttir ritari, Sigurður B. Stefánsson gjaldkeri og Sveinn Agnarsson stallari. Viðtakandi stjórn skipa Jóhann Sigurjónsson forseti, Ágústa Guðmundsdóttir viðtakandi forseti, Friðrik Már Baldursson ritari, Sveinbjörn Egill Björnsson gjaldkeri og Salvör Nordal stallari. Á fundinum, sem jafnframt var fyrsti fundur nýs starfsárs, tilkynnti nýr forseti að haustið 2014 væri 80 ára afmæli Rótaríklúbbs Reykjavíkur. Stefnt væri að því að efna til afmælishátiðar af því tilefni á haustmánuðum.