Fréttir

11.12.2013

Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, kynnti starfsemi skólans.

Fundurinn í dag, 11. desember, var 20. fundur starfsársins og jafnframt aðalfundur. Einn gestur var á fundinum, fyrirlesari dagsins, Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem kynnti starfsemi skólans.
Forseti lýsti kjöri í stjórn fyrir næsta ár. Kjörin voru: Ágústa Guðmundsdóttir, viðtakandi forseti, Friðrik Már Baldursson, ritari, Sveinbjörn E. Björnsson, gjaldkeri og Salvör Nordal, stallari. Þessi hópur mun taka til starfa undir stjórn Jóhanns Sigurjónssonar frá og með 2. júlí næstkomandi.

Sigurjón Ólafsson átti nýlega stórafmæli og fékk afhenta afmælisgjöf frá klúbbnum.

Sagt var frá aðventukvöldinu sem hefst í Dómkirkjunni næsta miðvikudag, 18. desember, klukkan 18.00 en að stund þar lokinni verður haldið á Hótel Borg þar sem félagar fá jólamat.

Niðjafundur fyrir yngri niðja verður haldinn milli jóla og nýárs, nánar tiltekið föstudaginn 27. desember, í hádeginu. Þar verður matur og skemmtun við hæfi yngri niðja og jólasveinn kemur í heimsókn.