Fréttir
Einar K. Guðfinnsson sagði frá störfum Alþingis.
Á fundinum 8. janúar sagði Einar K. Guðfinnsson frá störfum Alþingis og sérstaklega hlutverki forseta þingsins. Áður hafði forseti kynnt heimasíður klúbbsins, bæði undir rotary.is (slóð http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/reykjavik/) og á Snjáldru (slóð https://www.facebook.com/RotaryklubburReykjavikur?fref=ts). Ræðumaður var eini gesturinn í dag, en á sjötta tug félaga mætti. Á næsta fundi mun Dagur B. Eggertsson fjalla um aðalskipulag Reykjavíkur og þar á eftir, miðvikudaginn 22. janúar, verður lokaður kvöldfundur um innri mál klúbbsins.