Fréttir
Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, flutti erindi sem hann nefndi: Hagur samfélagsins af uppbyggingu raforkuflutningakerfisins.
Miðvikudaginn 4. desember var 19. fundur starfsársins. Meðal gesta voru fjórir félagar úr Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi, en hjá þeim klúbbi heimsækja félagar í ár alla klúbba á Reykjavíkursvæðinu.
Skýrt var frá tilnefningum í stjórn fyrir næsta ár. Tilnefnd eru: Ágústa Guðmundsdóttir, viðtakandi forseti, Friðrik Már Baldursson, ritari, Sveinbjörn E. Björnsson, gjaldkeri og Salvör Nordal, stallari. Næsti fundur verður aðalfundur, en gert er ráð fyrir að aðalfundarstörf taki skamma stund, en að venju verður fróðlegt erindi.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, flutti erindi sem hann nefndi: Hagur samfélagsins af uppbyggingu raforkuflutningakerfisins.