Fréttir
Páll Theódórsson eðlisfræðingur kynnti rannsóknir sínar á upphafi byggðar á Íslandi.
Á fundinum í dag, 20. nóvember, talaði Páll Theódórsson eðlisfræðingar um rannsóknir sínar á upphafi byggðar á Íslandi. Sigurður B. Stefánsson kynnti ræðumann. Fjörugar umræður voru að erindinu loknu.
Fjórir gestir komu á fundinn. Næsta miðvikudag talar Steingrímur Sigurgeirsson um vínsmökkun og nýútkomna bók sína um það efni.
Laugardaginn 23. nóvember verður árshátíð félagsins haldin í Hörpu og stendur frá 17.00 til miðnættis. Árshátíðin hefst á Björtuloftum á 5. hæð.