Fréttir
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri flutti erindi um vegagerð í fortíð nútíð og framtíð
Á fundinum miðvikudaginn 13. nóvember talaði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri um vegagerð í fortíð nútíð og framtíð. Gestir voru alls fimm. Helgi Hallgrímsson forveri Hreins kynnti hann.
Sagt var frá því að árshátíð yrði laugardaginn 23. nóvember í Hörpunni. Í desember er aðventukvöld miðvikudaginn 18. nóvember og jólagleði (niðjafundur yngri niðja) á föstudeginum 27. desember, sem er þriðji í jólum.
Á næsta fundi, miðvikudaginn 20. nóvember, mun Páll Theódórsson eðlisfræðingur segja frá rannsóknum sínum og kenningum um upphaf byggðar á Íslandi.