Fréttir

6.11.2013

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, hélt erindi um Kauphöllina

Erindi-2013-11-06

Í dag var 15. fundur starfsársins og þar talaði Páll Harðarson um Kauphöllina. Á fundinum vour auk hans þrír gestir. Sigríður Anna Guðjónsdóttir kynnti ræðumann. Umræður voru líflegar að erindinu loknu. Á fundinum kom fram að árshátíð klúbbsins verður laugardaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.00 á Björtuloftum Hörpu. Egill B. Hreinsson leikur lög meðan félagar koma saman. Eftir fordrykk verður sameiginlegt borðhald og eftir það heldur Sveinn Einarsson erindi um óperuna Carmen sem félagar fara svo að sjá. Að óperunni lokinni hittast félagar og makar aftur og fá sér drykk á Björtuloftum.