Fréttir

4.9.2013

Fasteignamarkaður á Íslandi, nokkur áhugaverð einkenni.


Í dag var haldinn 5. fundur starfsársins. Fundarsókn var óvenju góð, en rúmlega 60% mættu. Gestir voru einnig margir eða átta, þar af einn rótarýfélagi. Gestur klúbbsins var Gunnar Haraldsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Gunnar flutti erindið: Fasteignamarkaður á Íslandi, nokkur áhugaverð einkenni.

Tilkynnt var að væntanlega viðraði ekki til jeppaferðar um helgina þannig að þess verður freistað að fara helgina 14.-15. september. Forseti tilkynnti að á næstunni myndu Vínarfarar hittast til skrafs og ráðagerða fyrir ferðina 17. til 21. október. Á fundinum gengu blöð þar sem félagar sögðu hvort þeir vildu fá Rotary Norden blaðið á pappír eða rafrænt. Langflestir kusu seinni kostinn.

Næsta miðvikudag flytur Gunnar Tryggvason erindi um rafstreng til Bretlands.