Fréttir

3.7.2013

Stjórnarskipti


Meginefni fundarins var stjórnarskipti. Guðfinna Bjarnadóttir lét af störfum sem forseti og Benedikt Jóhannesson tók við. Auk Benedikts eru í nýju stjórninni Jóhann Sigurjónsson, viðtakandi forseti, Kristjana M. Kristjánsdóttir ritari, Sigurður B. Stefánsson gjaldkeri og Sveinn Agnarsson stallari.

Meginefni fundarins var stjórnarskipti. Guðfinna Bjarnadóttir lét af störfum sem forseti og Benedikt Jóhannesson tók við. Auk Benedikts eru í nýju stjórninni Jóhann Sigurjónsson, viðtakandi forseti, Kristjana M. Kristjánsdóttir ritari, Sigurður B. Stefánsson gjaldkeri og Sveinn Agnarsson stallari.
Guðfinna flutti stutta skýrslu stjórnar en mun skila skriflegri skýrslu síðar.
Nýr forseti sagði frá helstu áformum stjórnar um verkefni á komandi vetri. Berjaferð verður föstudaginn 30. ágúst, Vínarferð 17.-21. október og árshátíð væntanlega 23. nóvember. Niðjafundur fyrir yngri niðja  verður föstudaginn 27. desember. Stefnt er að inntöku um sex nýrra félaga á árinu.
Fráfarandi stallari, Hjálmar Jónsson, flutti greinargerð um eignir félagsins.
Einn gestur var á fundinum og afhenti hann fána frá klúbbi sínum í Grande Prairie Alberta í Kanada.