Fréttir
Fimm nýir Paul Harris félagar
Á 48. fundi starfsársins voru fimm félagar klúbbsins útnefndir Paul Harris félagar. Afhenti forseti klúbbsins þeim skjöl og barmmerki því til staðfestingar.
Á myndinni eru hinir nýju Paul Harris félagar talið frá vinstri: Friðrik Ólafsson, Sveinn Jónsson, Jón Ásbergsson, Björn Bjarnason, Einar Stefánsson og Eiður Guðnason forseti klúbbsins.