Fréttir

23.5.2012

Heildarhættumat vegna eldgosa á Íslandi

Erindi-23-05-2012

Á  43. fundi Rótarý klúbbs Reykjavíkur miðvikudaginn 23. maí flutti Sigrún Karlsdóttir Náttúruvárstjóri á Veðurstofu Íslands erindi sem hún nefndi ,,Heildarhættumat vegna eldgosa á Íslandi”. Sigrún hefur yfirumsjón með allri náttúrvá sem stofnuninni ber að vakta, gefa út spár fyrir og gera hættumat. Sigrún lauk doktorsnámi í veðurfræði 2000 og hefur síðan þá starfað á Veðurstofunni, fyrst sem spáveðurfræðingur, og frá 2004 til loka árs 2008 sem deildarstjóri spádeildar stofnunarinnar og frá 1. janúar 2009 sem náttúruvárstjóri. Hún tók virkan þátt í vinnunni sem var samfara eldgosunum í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 og þeirri vinnu sem fylgdi í kjölfarið."

Á  43. fundi Rótarý klúbbs Reykjavíkur miðvikudaginn 23. maí flutti Sigrún Karlsdóttir Náttúruvárstjóri á Veðurstofu Íslands erindi sem hún nefndi ,,Heildarhættumat vegna eldgosa á Íslandi”. Sigrún hefur yfirumsjón með allri náttúrvá sem stofnuninni ber að vakta, gefa út spár fyrir og gera hættumat. Sigrún lauk doktorsnámi í veðurfræði 2000 og hefur síðan þá starfað á Veðurstofunni, fyrst sem spáveðurfræðingur, og frá 2004 til loka árs 2008 sem deildarstjóri spádeildar stofnunarinnar og frá 1. janúar 2009 sem náttúruvárstjóri. Hún tók virkan þátt í vinnunni sem var samfara eldgosunum í Eyjafjallajökli 2010 og Grímsvötnum 2011 og þeirri vinnu sem fylgdi í kjölfarið."