Fréttir

21.3.2012

Árlegt spilakvöld  klúbbsins

Vist-21-03-2012

Fundur Rótarýklúbbs  Reykjavíkur miðvikudaginn 21. mars  var með óvenjulegu sniði  því þann  dag var árlegt spilakvöld  klúbbsins. Spiluð var félagsvist undir árvissri og  öflugri  stjórn Benedikts Jóhannessonar. Þátttaka var betri en  verið hefur í manna minnum. Spilað var á  sjö  borðum. Klúbbfélagar og makar  makar snæddu  kvöldverð á venjulegum  fundarstað áður en spilamennskan hófst.

Helstu verðlaunahafar voru: 

Sigríður Anna Guðjónsdóttir, sem hreppti  gistingu fyrir tvo á Hótel Rangá með fjögra rétta málsverði

Vigdís Jónsdóttir fékk  Tomassi rauðvín fyrir tvo

Þórður Harðarson  fékk úrval  af  færeyskum bjór og

Stefanía Borg glæsilega bók

Konur fengu sem sagt þrenn af fernum efstu verðlaunum. Auk þess fengu verðlaun þeir sem lægstir voru og lögðu þannig sitt af mörkum til þess að hinir fengju jafnmarga slagi og raun ber vitni, þeir sem fengu alslemm og engan slag, auk þess sem sérstakir aðstoðarmenn, vildarvinir og sérlega heppnir spilarar fengu verðlaun.

Alls fengu  fjórtán  manns  verðlaun í viðbót við þau verðlaun sem fólust í skemmtilegum félagsskap og hörku spilamennsku.

Vænst er enn meiri þátttöku í spilakvöldinu næsta ár, enda skemmtu allir sér konunglega.