Fréttir
Erindi um tvo stóra skipskaða
Fyrirlesari á fundi klúbbsins miðvikudaginn 22. febrúar var dr. Kristján Geirsson deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hann fjallaði um tvo stóra skipskaða, Vikartind 1997 og Wilson Muuga 2006 og af hverju nýjar reglur um siglingarleiðir skiptu sköpum þegar Brúarfoss missti vélarafl á dögunum á svipuðum slóðum og þar Wilson Muuga strandaði.