Fréttir

14.12.2010

Klúbburinn styrkir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

afhending1Í gær afhenti Rótarýklúbbur

Reykjavíkur fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur kr. 200.000 sem söfnuðust meðal félaga í síðustu viku. Stjórn Rótaryklúbbs Reykjavíkur ákvað í lok nóvember að hefja söfnun meðal félagsmanna til styrktar því fórnfúsa og þakkláta starfi sem Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur sinnir meðal íbúa Reykjavíkur, ekki síst á jólahátíðum. Í söfnuninni meðal félagsmanna sem fram fór í síðustu viku söfnuðust alls krónur 200.000. Rótaryklúbbur Reykjavíkur óskar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur alls hins besta í störfum sínum um ókomna tíð.

Á myndinni eru Jón Atli, Margrét K. Sigurðardóttir gjaldkeri Mæðrastyrksnefndar, Aðalheiður Frantzdóttir framkvæmdastjóri nefndarinnar og Magnús Jóhannesson.