10 fundur ársins
10 fundur ársins eða sá 2.682 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni Fimmtudaginn 1 október.
10 fundur ársins eða sá 2.682 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni Fimmtudaginn 1 október.
Varaforseti Þormóður Sigurðsson setti fund og stýrði í fjarveru forseta. Ritari fór yfir mætingu og las fundargerð síðasta fundar.
Forseti bað rótarýfélaga að rísa úr sætum til heiðurs Gísla Gíslasyni sem var félagi í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar til margra ára.
Dagskrá kvöldsins var í höndum starfþjónustunefndar. Magnús Albert var með erindið og sagði frá starfi sínu, sem verkefnisstjóri og starfsmanni Alþingis. Magnús sagði að nú væru í vinnu hér í Ólafsfirði 4 starfsmenn auk hans sjálfs. Starfsmenn Alþingis hér í Ólafsfirði vinna við að skanna gamlar fundagerðir og skjöl í og ganga frá í stafrænt form. Magnús sagði að þetta væri skemmtilegt starf og gefandi og oft væri gaman að lesa yfir gamlar fundagerðir.
Fréttabréf vikuna las Guðni Aðalsteinsson. Næsta fréttabréf á Gunnar Þór Magnússon.
Kvæði kvöldsins las Ásgrímur Pálmason, kvæðið var eftir KR-inginn Jón Bjarnason og hét Bjór.
Orðið gefið laust í fundarlok, Næsti fundur verður á Höllinni fimmtudaginn 8 október, fundur er í umsjá starfþjónustunefndar.
Formaður er Magnús Albert Sveinsson.
Sungið í fundarlok og fjórpróf lesið fundi slitið kl. 20,00
Magnús G Ólafsson.