Fundargerðir

8 fundur ársins.

8. fundur ársins eða sá 2.680 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni fimmtudaginn 17 september.

8. fundur ársins eða sá 2.680 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni fimmtudaginn 17 september.

Fráfarandi forseti Sigríður Munda setti fund og stýrði í fjarveru forseta og varaforseta.

Ritari fór yfir mætingu og las fundargerð síðasta fundar.

Forseti fór yfir síðustu helgi sem var vel heppnuð og klúbbnum til sóma. Svavar sagði frá símtali við félaga frá Ísafirði sem eru þegar byrjaðir að skipuleggja næstu heimsókn.

Erindi kvöldsins var í höndum klúbbnefndar, Björgvin Karl Gunnarsson var með erindið og fór yfir ferð sína sem skiptinemi til Ástralíu. Björgvin sagði frá ferð um Ástralíu og til Nýa Sjálands í máli og myndum, sem hann sagði að hefði verið einstök lífsreynsla. Björgvin þakka Rótarýklúbb Ólafsfjarðar og þá sérstaklega þeim Sigurpáli og Óskari fyrir að hafa hjálpað sér við að komast út til Ástralíu sem skiptinemi.

Fréttabréf vikuna ritaði Guðmundur Ó Garðarsson, Valdimar Steingrímsson las fréttabréfið í fjarveru Guðmundar.

Næsta fréttabréf á Grétar Laxdal Björnsson.

Kvæði kvöldsins var eftir Jóhannes Jóhannesson höfundur flutti sjálfur.

Orðið gefið laust í fundarlok, Svavar bað um orðið og sagði félögum frá skiptinemanum Mike sem hafði dvalið hér fyrir allmörgum árum. Magnús Albert bað um orðið og sagði frá hvernig klúbburinn gæti gengið frá fréttabréfum og fundargerðum með kantlímvél fyrir A4. Flestir félagar skila orðið inn fréttabréfum í tölvutæku formi og það væri snyrtilega og aðgengilega að ganga frá þeim á þennan hátt. Svavar bað um orðið og sagði frá styrk sem rótarýklúbbur á Akureyri sótti um til styrktarsjóðs KEA til að skanna inn fundargerðir.

Myndataka verður kl 18.30 næsta fimmtudag.

Næsti fundur verður á Höllinni fimmtudaginn 24 september fundurinn er frjáls fundur.

Sungið í fundarlok og fjórpróf lesið fundi slitið kl. 20.30

Magnús G Ólafsson.