Fundargerðir

7 fundur ársins.

7. fundur ársins eða sá 2.679 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni Laugardaginn 12 september.

7. fundur ársins eða sá 2.679 fundur frá upphafi var haldin í Höllinni Laugardaginn 12 september.

Varaforseti Þormóður Sigurðsson setti fund og stýrði í fjarveru forseta Fundurinn var hátíðarfundur og voru félagar okkar frá Rótarýklúbbi Ísafjarðar og Sveinn H Skúlason sérstakir gestir fundarins ásamt mökum.

Ritari fór yfir mætingu og las fundargerð síðasta fundar.

Forseti Rótarýklúbbs Ísafjarðar Kristján Haraldsson tók til máls og þakkaði fyrir hönd Rótarýklúbbi Ísafjarðar fyrir ánægjulegan dag og höfðinglegar mótökur.

Umdæmistjóri Sveinn H Skúlason tók til máls og fór yfir helstu atriði í starfi rótarýklúbba á Íslandi 2009 – 2010. Sveinn sagði frá slagorð Rótarklúbbanna sem er Látum drauma rætast . Sveinn fór einnig yfir Poloplús verkefnið, friðarstyrkinn, rótarýsjóðinn og hvernig við gætum gert klúbbana sýnilegri. Sveinn vildi að allir hjálpuðust að í klúbbunum að gera heimasíðu Rótarýklúbbanna skemmtilega og áhugaverða.

Ásgrímur Pálsson las fréttabréf vikunnar. Ásgrímur stakk upp á því að félagar og gestir klöppuðu fyrir Óskari Sigurbjörnssyni fyrir skemmtilega leiðsögn um fjörðinn fyrr um daginn.

Næsta fréttabréf á Guðmundur Ó Garðarsson. Kvæði kvöldsins var eftir Jóhannes Jóhannesson höfundur flutti sjálfur.

Við komum hér saman á krepputíma

Samt kraumar lífsgleðin undir hér

Margir vilja sig leggja í líma

Að létta byrði ef einhver er

Gestir okkar með góðu yrði

Gáfu sér rúman helgarstans

Elskulega fólk frá Ísafirði

Og umdæmisstjóri og konan hans

Reynum í alveru að eiga það gott

Og unað að gefa svo aðrir finni

Og hagnist í raun á þeim hamingjuvott

Er hugur vor skapar hverju sinni

Orðið gefið laust, Viðar Kornráðson þakkaði fyrir sig og sagði nokkrar brandara sem ekki voru ritfærir.

Skemmtinefnd Rótarýskrúbbs Ólafsfjarðar var með dagskrá og byrjað Ave Tonison að flytja tvö lög frá heimalandi sínu Eistlandi. Ave og Magnús spiluðu síðan undir fjöldasöng og þá var kátt í Höllinni.

Orðið gefið laust í fundarlok, nokkrir félagar tóku og gestir tóku til máls og þökkuðu fyrir sig og ánægjulegan dag.

Næsti fundur verður á Höllinni fimmtudaginn 17 september fundurinn verður í höndum Klúbbnefndar.

Sungið í fundarlok og fjórpróf lesið fundi slitið kl. 23,00

Magnús G Ólafsson.